Tamningar - Þjálfun


Við kappkostum að temja okkar unghross sjálf til að kynnast þeim náið. Þessi starfsþáttur fer aðalega fram frá áramótum og fram á vor. Tamningapláss er fyrir 19 hross og því eru hross úr 2 - 3 árgöngum inni í tamningu og þjálfun hverju sinni. Geldingar eru gerðir hnakkvanir og reiðfærir á 5 vetri , en kynbótahross eru að minsta kosti gerð hnakkvön á 4 vetri. Þegar kemur nær vori er tekin ákvörðun um hvaða kynbótahross eða keppnishross eru send til þjálfara sem sjá um sýningu þeirra.
 

Oddsstaðir, 311 Borgarnes    |    Sími: 435 1413    |    Gsm: 895 0913     |     Netfang: oddsstadir@oddsstadir.is