Býð upp á námskeið í járningum og hófhirðu fyrir byrjendur og/eða vana. Kennslan er bæði bókleg og verkleg . Verklegi þátturinn samanstendur af sýnikennslu og verklegum æfingum nemenda.


Efnistök: Námskeiðinu fylgir stutt samantekið handrit um helstu minnisatriði járninga (til á íslensku, þýsku og ensku).
Markmiðið er að óvanir geti neglt skeifu undir hest að loknu námskeiði, en hinir vanari nái auknum skilningi í járningum t.d. jafnvægisjárningum og vandamálatilfellum.
Námskeið má halda fyrir unnendur íslenska hestsins bæði á Íslandi og erlendis.

 

 

 

Oddsstaðir, 311 Borgarnes    |    Sími: 435 1413    |    Gsm: 895 0913     |     Netfang: oddsstadir@oddsstadir.is