Á Oddsstöðum byggir hrossarækt á langri hefð. Markmiðið er að rækta fjölhæf og falleg ganghross með mikinn vilja og trausta lund. Öll hross ræktuð á búinu eru skráð í Feng og eru inni í gæðavottun B.Í.


Ræktunin byggir mest á þrem stofnhryssum, Nótt IS1970235713 frá Oddsstöðum , Freyju IS1972235715 frá Oddsstöðum, Flugsvinn IS1964235491 frá Hvanneyri og Gránu IS1980235713 frá Oddsstöðum.             

 

Kynbótahryssur búsins eru endanlega valdar eftir tamningu (hér) heima, þannig er tryggt að ýmsir eðlisþættir, t.d. traust lund og fleira, séu okkur að skapi ásamt miklum ganghæfileikum og góðri gerð. Samfara þessu úrvali hafa flestar hryssur okkar komið til kynbótadóms .


Mikið er lagt upp úr góðu ætterni og uppeldi ungviðsins á búinu. Þannig eru aðeins notaðir bestu fáanlegu stóðhestar á ræktunarhryssurnar hverju sinni og sérstaklega er vandað til fóðrunar unghrossanna og folaldshryssanna.
Yfir sumarið njóta svo tryppin og ræktunarhryssurnar frelsisins í faðmi skjólríks víðernis, en land Oddsstaða er um 35 km2 og mikið af því ósnortið (eða dalorpið) fjalllendi.

 

Nánari upplýsingar undir "Hryssur".

Oddsstaðir, 311 Borgarnes    |    Sími: 435 1413    |    Gsm: 895 0913     |     Netfang: oddsstadir@oddsstadir.is