Skotveiði:

Veiðar á rjúpu , en veiðitíminn er frá 15. okt. til 22. Des. Hér er boðið upp á leiðsögn kunnugra manna um gjöful rjúpnaveiðisvæði, akstur til og frá veiðisvæðum . Rjúpnaveiðileyfi. Fullt fæði . Gisting á Oddsstöðum með aðgangi að heitum potti. Þátttaka takmörkuð við 3-5 menn í ferð.
Ferðaáætlun samkvæmt samkomulagi bæði hvað varðar fjölda daga og dagsetningar.

 

 

Vetrarferðir:

Vegna nálægðar Oddsstaða við hálendi Islands gefst góður kostur á að fara í dagsferðir inn á fjöllin, ýmist á sérútbúnum jeppum, snjósleðum eða jafnvel ríðandi. Algengt er að mars og fyrri hluti aprílmánaðar henti vel til slíkra ferða.

Á Oddsstöðum bjóðum við upp á 4 daga vetrarferðir, (miðast við jeppaferðir) upp á hálendið.Innifalið er leiðsögn , fullt fæði , akstur í jeppa og gisting á Oddsstöðum í tveggja manna herbergjum með aðgengi að heitum potti.

 

Aðstoð við kaup á hestum:

Ertu að leita að hestaleiguhesti, fjölskylduhesti eða keppnishesti. Við erum í beinu sambandi við marga hrossaræktendur, höfum víðtæka reynslu af hrossum og aðstoðum við að koma á sambandi milli kaupenda og framleiðenda . Ef þú hefur áhuga, þá könnum við framboðið og getum ekið kaupendum um svæðið og verið til ráðgjafar.

Oddsstaðir, 311 Borgarnes    |    Sími: 435 1413    |    Gsm: 895 0913     |     Netfang: oddsstadir@oddsstadir.is