Hér erum við

 

Velkomin á heimasíðuna okkar 

  

Okkar áhugamál er rækta bæði sauðfé og hross, og í því felst mikil eftirvænting, von og kröfur um betri árangur.

Sauðfjárræktin hefur gengið hægt og bítandi upp á við.  Af áhuga, natni og markvissri ræktun hefur okkur tekist að ná nokkuð góðum árangri.

  

 

  

Sigurborg Hanna og Rökkvi

 

 

 

Hrossaræktin er alltaf spennandi. 

Við að eiga von á folaldi, sjá það nýkastað, vakna væntingar um góðan hest.  Það yljar um hjartaræturnar og veitir bjartsýni á framtíðina.  

 

 

 

 

 

 

Unghryssur á fallegum degi

 

 

Markmiðið er að rækta fjölhæf og falleg ganghross með mikinn vilja og trausta lund.  Gæðingarnir

Grímnir og Rökkvi hafa staðið sig vel á keppnisvellinum ásamt fleirum hrossum ættuðum frá Oddsstöðum. 

 

 

 

 

 

 

 

Riðið yfir Grímsá

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ferðaþjónusta hefur stöðugt orðið stærri þáttur í rekstri búsins, þar eru hestaferðir öflugasti þátturinn.

Markmiðið er að veita vandaða þjónustu, þar sem ferðamennirnir kynnast fjölskyldunni, hrossaræktinni og annari starfsemi í reynd.

 

 

Myndir af reiðhestum og uppl. af Veraldar-Feng.

 

 

Stundum skógrækt og tökum þátt í uppgræðslu lands.

 

 

Á heimasíðunni eru nokkrar myndir frá vinum og ánægðum ferðamönnum.

Bestu þakkir til Ingerar Frederiksen och Magdalenu Storsveen.

 

Þökkum starfsfólki www.nepal.is fyrir veitta aðstoð. 

 

 

 

Ferðaskrifstofa - Leyfishafi

Oddsstaðir, 311 Borgarnes    |    Sími: 435 1413    |    Gsm: 895 0913     |     Netfang: oddsstadir@oddsstadir.is